Erlent

Erfðabreyttar moskítóflugur þróaðar gegn malaríu

MYND/getty
Vísindamenn hafa þróað og ræktað erfðabreyttar moskítóflugur sem bera í sér mótefni gegn malaríu. Vonast er til að hægt verði að koma þessum flugum út í umhverfið og að þær taki yfir þær flugur sem bera með sér malaríu, en moskítóflugur eru helstu smitberar malaríu.

Tilraunir hafa verið gerðar þar sem jafn fjöldi erfðabreyttra moskítóflugna og villtra flugna lifa saman og nærast á malaríusmitaðri mús. Oftast er það tilfellið að meiri fjölgun verður í hópi hinna erfðabreyttu og eftir nokkrar kynslóðir flugna er hlutfall þeirra gjarnan komið yfir 70 prósent. Aðstandendur rannsóknarinnar benda þó á að ekki sé gefið að leikurinn endurtaki sig úti í náttúrunni.

Malaría er einn mannskæðasti sjúkdómur í heiminum í dag. Á hverju ári leggur hann af velli um 2 milljónir manna, 75 prósent þeirra eru börn í Afríku.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×