Erlent

Ást verður hluti af leiknum

Hinn þaulreyndi leikjahönnuður Peter Molyneux hefur tilkynnt að hann vilji að ást sé hluti af næsta leik sem hann hannar, Fable 2. „Þetta er djarfa áætlunin mín - ég ætla þér að upplifa eitthvað í Fable sem þú sem tölvuleikjaspilari hefur aldrei upplifað áður." lýsti Molyneux yfir.

Leikmenn geta eignast fjölskyldu og fylgst með barni sínu vaxa úr grasi. Einnig verður hægt að eignast hunda sem fylgja leikmanninum á ferðum hans og hægt verður að kynna þá fyrir öðrum hundum í leiknum.

Að vekja tilfinningar hjá leikmanni er æðsta takmark margra leikjahönnuða. Tilfinningar eins og ást, ótti og jafnvel samúð er eitthvað sem þeir eru farnir að leiða hugann að.

Molyneux og lið hans hugsuðu með sér að ef þeir gætu vakið spennu hjá leikmönnum því gætu þeir þá ekki vakið upp ást eða ótta? Takmarkið verður að láta leikmanninum finnast hann vera elskaður.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×