Erlent

Alparjúpur eru allt of stressaðar

Villtu dýralífi í Ölpunum stafar hætta af vetraríþróttum sem þar eru stundaðar í stórum stíl. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðustöðu að svartar rjúpur sem eiga heimkynni sín í Ölpunum hafi mælst með óvenju hátt hlutfall streituhormóns í blóði sínu. Þá hefur breytt loftslag einnig áhrif á rjúpurnar.

Á veturna búa rjúpurnar sér til einskonar snjóhús sem þær koma út úr tvisvar á dag til að afla sér fæðu. Hærri vetrarhiti og færri felustaðir virðast hins vegar valda stóraukinni streitu á meðal rjúpnanna og nú fækkar enn felustöðunum þar sem vetraríþróttamenn færa sig stöðugt ofar í brekkurnar til að komast í meiri jaðaraðstæður.

Streitan getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir rjúpurnar og jafnvel haft neikvæð áhrif á getu þeirra til að fjölga sér þó að það hafi ekki verið sérstaklega kannað í umræddri rannsókn.

Vísindamennirnir segja að nauðsynlegt sé að búa til griðland fyrir rjúpurnar til að dýralíf Alpanna raskist ekki endanlega vegna ágangs íþróttamanna, enda séu vistkerfi til fjalla sérlega viðkvæm. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×