Erlent

Einstakar myndir af Satúrnusi

MYND/NASA

Geimfarið Cassini hefur sent til jarðar einstakar myndir af hringum Satúrnusar. Myndirnar eru teknar í um milljón kílómetra fjarlægð. Á myndunum má meðal annars sjá fylgitunglin Dione og Enceladus, sem hanga eins og örlitlir hvítir dílar út við sjóndeildarhringinn. Enceladus er sá díllinn sem stærri er og skýrari.

Tilgangurinn með myndunum var meðal annars að ná hringum Satúrnusar í heild sinni. Þær voru því teknar á tíma og linsan höfð opin nógu lengi til þess að sjá hina dökku hlið þeirra. Við það yfirlýstist hinn sólarlýsti helmingur plánetunnar.

Tíu ár eru nú liðin frá því Cassini lagði upp í sinn mikla leiðangur, og vísindamenn eru himinlifandi yfir árangrinum.

NASA



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×