Erlent

Vélmenni með tilfinningagreind

Will Smith og gervigreindarvélmennin í kvikmyndininni I Robot
Will Smith og gervigreindarvélmennin í kvikmyndininni I Robot

Vélmenni sem hafa ályktunarhæfni og tilfinningagreind er eitthvað sem hingað til hefur bara verið til í vísindaskáldskap en nú er samevrópskt teymi að þróa slík vélmenni.

Verkefnið ber nafnið Feelix Growing og vísindamenn frá sex löndum í Evrópu taka þátt í því, flestir rafeindaverkfræðingar en líka sálfræðingar og taugafræðingar.

Ætlunin er að vélmennin geti lært af mönnum að bregðast rétt við mismunandi félagslegu og tilfinningalegu áreiti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×