Bíó og sjónvarp

The Queen sigursæl á Bafta

Helen Mirren
Helen Mirren AP

Drottningin, eða The Queen var valin besta mynd síðasta árs á Bafta-verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar sem afhent voru í gærkvöldi, þá var Helen Mirren sem lék titilhlutverkið í sömu mynd valin leikkona ársins.

Eitthvað virðist kóngafólk hafa verið akademíunni ofarlega í huga því að Forrest Whitaker fór heim með verðlaun sem besti leikari ársins fyrir framistöðu sína í myndinni Síðasti konungur Skotlands, þar sem hann að vísu leikur Idi Amin sem var einræðisherra í Úganda.

Gamla brýnið Alan Arkin fékk verðlaun fyrir besta leik karls í aukahlutverki fyrir hlutverk afans í Little miss Sunshine og þá vann idol-stjarnan Jennifer Hudson verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni um Draumastúlkurnar. Paul Greengrass fékk þá leikstjórnarverðlaunin fyrir mynd sína um Flug United númer 93.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×