Erlent

Geta lesið hugsanir

Vísindamenn fullyrða að þeir muni geta lesið hugsanir fólks áður en það veit af þeim.
Vísindamenn fullyrða að þeir muni geta lesið hugsanir fólks áður en það veit af þeim. MYND/Vísir
Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella.

Tæknina væri hægt að nota til þess að láta hugsanir stjórna tölvum, gervilimum og hjólastólum. Seinna meir sjá vísindamennirnir fyrir sér að hægt verði að nota tækið við yfirheyrslu glæpamanna og í viðtölum um reynslulausn. Einnig er talið að hægt verði að nota tæknina til þess að spá fyrir um hvort að fólk ætli sér að fremja glæpi áður en það gerir það. Það var einmitt umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Minority Report.

Vísindamennirnir fullyrða að eftir einhvern fjölda ára verði hægt að lesa hugsanir fólks og fyrirætlanir þess áður en það veit af þeim. Þeir hafa því sagt að nauðsynlegt sé að fara að ræða siðferðilegar spurningar sem þessi tækni vekur upp.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×