Erlent

Prófa HIV-bóluefni

Nú á að reyna að bólusetja gegn HIV-veirunni en stór samanburðarransókn á bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Merck hefur þróað er að hefjast í Suður-Afríku. Þrjúþúsund ósmitaðir karlar og konur taka þátt í rannsókninni sem áætlað er að taki fjögur ár. Þegar hefur bóluefnið verið ofnæmisprófað með jákvæðum niðurstöðum.

Allir þátttakendurnir í rannsókninni eru á aldrinum 18 til 35 ára. Helmingur hópsins fær bóluefnið hinir fá lyfleysu. Öllum verður svo kennt að stunda ábyrgt og öruggt kynlíf. Að fjórum árum liðnum munu svo vonandi liggja fyrir niðurstöður um hvort bóluefnið dugi til að koma í veg fyrir HIV-smit.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×