Innlent

Málflutningur í sex ákæruliðum upprunalegs Baugsmáls á mánudag

Frá málflutningi á fyrri stigum Baugsmálsins.
Frá málflutningi á fyrri stigum Baugsmálsins. MYND/Vilhelm

Málflutningur í þeim sex ákæruliðum sem eftir standa af upprunalegri ákæru í Baugsmálinu fer fram fyrir Hæstarétti á mánudaginn kemur.

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, systir hans Kristín Jóhannesdóttir og endurskoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir eru ákærð í málinu en það er Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari sem fer með málið fyrir hönd ákæruvaldsins.

Í upphaflegu ákærunni voru 40 ákæruliðir en Hæstiréttur vísaði 32 þeirra frá. Þá voru átta eftir og í Héraðsdómi í mars í fyrra voru sakborningar sýknaðir af þeim. Settur ríkissakssóknari ákvað að áfrýja sex þeirra til Hæstaréttar og það eru þeir sem teknir verða fyrir á mánudaginn kemur. Líklegt má telja dómur málinu verði svo kveðinn upp rúmri viku eða tveimur vikum síðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×