Viðskipti erlent

Dýrkeypt flóð

Flóðin í Englandi munu kosta bresk tryggingafélög tvo milljarða punda, um 245 milljarða króna.
Flóðin í Englandi munu kosta bresk tryggingafélög tvo milljarða punda, um 245 milljarða króna.

Flóðin í Englandi munu verða breskum tryggingafélögum dýrkeypt. Samkvæmt frétt á vef BBC mun kostnaðurinn sem fellur á þau vegna flóðanna í júní og júlí ekki verða undir tveimur milljörðum punda. Það nemur um 245 milljörðum íslenskra króna.

Í fréttinni er haft eftir talsmanni samtaka breskra tryggingafélaga að árið verði fyrir vikið að líkindum dýrasta ár í sögu breskra tryggingafélaga.

Allar línur tryggingafélaganna hafa verið rauðglóandi að undanförnu, enda hafa þúsundir heimila orðið fyrir skemmdum í Mið- og Vestur-Englandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×