Erlent

Styður kenningu Heyerdahls

Thor Heyerdahl
Thor Heyerdahl

Kjúklingar sem mannafæða bárust til Ameríku frá Pólýnesíu í Kyrrahafi, en ekki frá Evrópu. Þessi uppgötvun, sem byggist á fundi kjúklingabeina í fornleifauppgreftri í Chile, rennir stoðum undir kenningu norska ævintýramannsins Thors Heyerdahl um að siglingar hafi tíðkast yfir Kyrrahafið til forna.

Rannsóknir hafa sýnt að kjúklingabein sem fundust í uppgreftri við strönd Chile séu af kjúklingum sem lifðu á árabilinu 1304-1424. Rannsókn á erfðaefninu í beinunum sýndi auk þess fram á að kjúklingarnir komu upprunalega frá Pólýnesíu. Þetta kemur fram á fréttavef norska blaðsins Aftenposten.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×