Viðskipti innlent

OMX styttir biðtíma

OMX Nordic Exchange býður nýja þjónustu. Myndin var tekin á formlegri opnun OMX Nordic Exchange á Íslandi.
OMX Nordic Exchange býður nýja þjónustu. Myndin var tekin á formlegri opnun OMX Nordic Exchange á Íslandi. MYND / Anton

Nordic Exchange hefur tekið í notkun þjónustuna OMX Proximity Services. Nordic Exchange er sameiginleg þjónusta OMX-kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Íslandi, Ríga, Tallinn og Vilníus.

Nýja þjónustan á að lágmarka biðtíma í tengslum við sjálfvirk viðskipti sem byggja á reiknireglum. Þá er henni ætlað að mæta tilskipun Evrópusambandsins um markaði með fjármálagerninga síðar á þessu ári.

Proximity Services gerir kauphallaraðilum kleift að hafa viðskiptabúnað sinn tengdan viðskipta- og markaðsumhverfi Nordic Exchange. Í tilkynningu frá OMX segir að með því móti geti Nordic Exchange tryggt aðilum sínum háhraðatengingu fyrir markaðsupplýsingar og viðskipti þar sem biðtími er innan við eina millísekúndu. Sami biðtími muni gilda fyrir alla kauphallaraðila í samskiptum milli eigin viðskiptahugbúnaðar og viðskiptakerfa OMX.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×