Erlent

Mikill ís leynist á Mars

Rauða plánetan. Allt að helmingurinn af yfirborði reikistjörnunnar Mars gæti verið þakinn ís.
Rauða plánetan. Allt að helmingurinn af yfirborði reikistjörnunnar Mars gæti verið þakinn ís. MYND/AP

Bandaríski vísindamaðurinn Joshua Bandfeld telur að stór hluti af yfirborði reikistjörnunnar Mars geti verið þakinn ís. Þetta segist hann hafa fundið út með nýjum greiningaraðferðum.

Bandfeld, sem starfar við Ríkisháskólann í Arizona, telur að þykkt íssins sé misjöfn en hann sé að finna rétt undir yfirborði reikistjörnunnar. Heildarmagn íssins geti hins vegar verið það mikið að djúpt vatn myndi þekja alla reikistjörnuna ef hann bráðnaði allur.

Bandfeld og félagar hans notuðust við upplýsingar frá rannsóknarflaug bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA. Með sérstökum hitamyndavélum var hægt að greina yfirborðshita á ýmsum svæðum reikistjörnunnar. Með því að bera saman sveiflur á hitastigi yfirborðsins eftir árstíðum má greina hvort ís er undir yfirborðinu og hve djúpt hann er undir því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×