Viðskipti innlent

HugurAx kaupir veflausnadeild

Ingimar Þór Friðriksson, framkvæmdastjóri Betri lausna, Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður fjármálalausnasviðs HugarAx, og Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri HugarAx.
Ingimar Þór Friðriksson, framkvæmdastjóri Betri lausna, Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður fjármálalausnasviðs HugarAx, og Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri HugarAx.

HugurAx hefur keypt veflausnadeild Betri lausna ehf., sem hefur um árabil unnið að gerð veflausna fyrir fyrirtæki og stofnanir og þróað öflugt íslenskt vefumsjónarkerfi.

HugurAx mun eftirleiðis sjá um alla þjónustu við þá vefi sem áður voru í þjónustu Betri lausna ehf. og hafa starfsmenn Betri lausna, sem sinnt hafa veflausnum hafið störf hjá HugAx, að því er fram kemur í tilkynningu.

Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri HugarAx, segir Betri lausnir falla vel að starfsemi HugarAx og sé fjárfestingin liður í að efla starfsemi fyrirtækisins á sviði veflausna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×