Viðskipti innlent

Páll Á. Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri Mílu ehf.

Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu
Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu

Páll Á. Jónsson var ráðinn framkvæmdastjóri Mílu ehf. Páll hefur gegnt mörgum störfum hjá Símanum. Hann var framkvæmdastjóri Fjarskiptanets Símans frá árinu 2005 til dagsins í dag. Hann útskrifaðist sem rafmagnstæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands og Tækniskólanum í Óðinsvéum. Hann hefur einnig lagt stund á nám í viðskipta- og rekstrarfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Bjarni M. Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður reksturs hjá Mílu. Bjarni hefur starfað hjá Símanum til margra ára. Bjarni er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hann er rafmagnstæknifræðingur frá STI auk þess að vera með meistarapróf í rafeindavirkjun.

Eva Magnúsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sölu og markaðar hjá Mílu. Eva tók við starfi forstöðumanns heildsölu Símans um síðustu áramót en var áður forstöðumaður almannatengsla. Eva er með MBA-gráðu í viðskiptafræði og stjórnun frá HÍ, auk Bsc-prófs í þjóðhátta- og leikhúsfræðum og prófs í hagnýtri fjölmiðlun.

Halldór Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þróunar hjá Mílu. Halldór hefur verið forstöðumaður þróunar Fjarskiptanets Símans. Hann hefur einnig starfað í ýmsum deildum Símans. Halldór er rafmagnstæknifræðingur frá Odense Teknikum.

Hrafnhildur Hreinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mannauðsmála. Hrafnhildur hefur starfað sem fræðslustjóri og ráðgjafi starfsmannasviðs Símans. Hrafnhildur er með B.A. próf í íslensku, diploma í bókasafns- og upplýsingafræði, próf í kennslu- og uppeldisfræði til kennararéttinda og meistaragráðu í upplýsingafræði.

Ingvar Hjaltalín Jóhannesson hefur verið ráðinn forstöðumaður framkvæmda hjá Mílu. Ingvar starfaði áður sem forstöðumaður framkvæmda hjá Símanum. hann útskrifaðist úr Ingeniørhøjskolen Sønderborg Teknikum, í Danmörku árið 1993.

Valdimar Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fjámála og eigna. Valdimar hefur til margra ára verið forstöðumaður Fasteigna og bifreiðadeildar Símans. Valdimar var jafnframt verkefnisstjóri á Hagræðingardeild Pósts og síma. Valdimar er með MBA-gráðu frá Gonzaga University og BS-próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands.

Benedikt Rúnarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri sölu og þjónustu hjá Mílu. Benedikt starfaði áður hjá Símanum sem ráðgjafi hjá Öryggis- og gæðastjórnun. Benedikt hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir Símann en hann hóf þar störf sem viðskiptastjóri á Stórnotendasviði.

Signý Jóna Hreinsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vöru og markaða hjá Mílu. Signý starfaði áður sem markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Hún starfaði einnig áður hjá Símanum til nokkurra ára, fyrst sem viðskiptastjóri í fyrirtækjaþjónustu. Signý er með Bsc-próf í Alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×