Erlent

Hulunni svipt af rostungaráðgátu

Fylgst með ferðum Grænlandsrostunga.
Fylgst með ferðum Grænlandsrostunga. AFP

Teymi danskra og grænlenskra vísindamanna hafa fest gervihnattasenda á átta rostunga í því skyni að rannsaka hvert skepnurnar halda á sumrin, en til þessa hefur mjög lítið verið vitað um ferðir rostunga yfir sumartímann.

Einnig er vonast til að sendarnir geri mögulegt að varpa ljósi á það hvaða áhrif veiðar, olíuleit og hinar hnattrænu loftslagsbreytingar hafa á rostunga Norðurhafa.

Atlantshafsrostungarnir við Vestur-Grænland eru ein af minnst átta undirtegundum rostunga sem til eru í heiminum. Sendarnir voru festir á rostunga á hafísnum milli Vestur-Grænlands og Baffins-eyjar, sem tilheyrir Kanada.

Vonast er til að sendarnir tolli á skepnunum í að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði, jafnvel lengur. „Svona sendar eru himnasending fyrir þá sem rannsaka sjávarspendýr,“ hefur fréttavefur BBC eftir leiðangursstjóranum Mikkel Villum Jensen. Almenningi verður gert kleift að fylgjast með ferðum hinna merktu rostunga í gegnum fréttavef BBC, undir flipanum „Walrus Watch“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×