Viðskipti innlent

Eitt vörugjald á alla bíla

Nýkjörin stjórn Bílgreinasambandsins. Gunnar Rafnsson frá Stórholti, Guðmundur Ingi Skúlason frá Kistufelli, Egill Jóhannsson, formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Brimborgar, Benedikt Eyjólfsson, Bílabúð Benna, Gunnlaugur Bjarnason hjá GB Tjónaviðgerðum og Haukur Guðjónsson frá Ingvari Helgasyni. Knút Hauksson frá Heklu vantar á myndina.
Nýkjörin stjórn Bílgreinasambandsins. Gunnar Rafnsson frá Stórholti, Guðmundur Ingi Skúlason frá Kistufelli, Egill Jóhannsson, formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Brimborgar, Benedikt Eyjólfsson, Bílabúð Benna, Gunnlaugur Bjarnason hjá GB Tjónaviðgerðum og Haukur Guðjónsson frá Ingvari Helgasyni. Knút Hauksson frá Heklu vantar á myndina.

Stjórnmálaflokkar eru hvattir til að sameinast um að á næstu þremur árum verði lokið við hönnun og framkvæmdir við Sundabraut og Suðurlandsveg í ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var fyrir skömmu.

Á fundinum var einnig fjallað um gjöld sem lögð eru á bíleigendur og var fulltrúum stjórnmálaflokka boðin þátttaka í umræðunum. Í tilkynningu sambandsins kemur fram að boðið hafi þegið fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Í kjölfar umræðna með stjórnmálamönnunum var samþykkt ályktun þar sem lagt er til að tekinn verði upp einn flokkur vörugjalds á allar bifreiðar og nemi gjaldið 15 prósentum af innkaupsverði. „Árið 2005 voru heildartekjur ríkisins af bifreiðum tæpir 44 milljarðar króna, eða um 10,5 prósent af tekjum ríkissjóðs,“ bendir Bílgreinasambandið á.

Bílgreinasambandið leggur þó til að áfram gildi sama gjaldtaka og áður um ökutæki til atvinnurekstrar sem eru meira en fimm tonn að þyngd. Þá mótmælir sambandið harðlega hugmyndum sem fram hafi komið um að „grænum sköttum“ verði bætt ofan á innkaupsverð bifreiða eftir magni koltvíoxíðs í útblæstri samkvæmt stöðlum sem litla sem enga samsvörun hafi við raunverulegan akstur. Sambandið segir eðlilegra að miða slíka skattlagningu við raunverulega notkun einstaklinga og fyrirtækja. „Þar endurspegla kaup á eldsneyti raunnotkun,“ segir Bílgreinasambandið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×