Viðskipti innlent

MEST kaupir Timbur & stál

MEST ehf. hefur keypt Timbur og stál ehf.
MEST ehf. hefur keypt Timbur og stál ehf.

MEST ehf. hefur keypt Timbur & stál ehf. sem hefur um þrjátíu ára skeið veitt byggingariðnaði og húsbyggjendum þjónustu. Eftir sem áður verður fyrirtækið staðsett á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og rekið í svipaðri mynd og áður.

MEST hefur að undanförnu sótt í sig veðrið í samkeppninni við aðrar byggingavöruverslanir. Nýverið var 3.600 fermetra verslun opnuð í Norðlingaholti í Reykjavík með vörur til bygginga og viðhalds fyrir fagaðila og framkvæmdafólk.

„Það sem gerir MEST frábrugðið öðrum á þessum markaði er að þarna getur húsbyggjandi fengið nánast allt til að byggja húsið sitt, allt frá steypunni, gluggum, gólfefnum og hreinlætistækjum í húsið að hellu og heita pottinum í garðinn,“ segir Elvar Bjarki Helgason, markaðsstjóri MEST.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×