Viðskipti innlent

Línur skarast í Bretlandi

Þó svo að fjarskiptaheimurinn sé stór á heimsvísu eru ef til vill ekki svo ýkja mörg fyrirtæki sem bjóða þjónustu í mörgum löndum.

Þannig hefur það nú gerst með kaupum Símans á farsíma­fyrirtækinu Aerofone í Bretlandi að viðskiptavinir fyrirtækisins þar kunna með fjallabaksleið að tengjast vörumerki sem Síminn myndi seint hampa hér heima.

Í gegnum samninga Aerofone í Bretlandi býðst viðskiptavinum Símans væntanlega að nýta sér gjaldskrárleiðir á borð við Vodafone Anytime Tariffs, Vodafone Businesstime Tariffs, og þar fram eftir götunum, auk valdra gjaldskrárleiða farsímafyrirtækisins O2.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×