Viðskipti innlent

Vísindamenn þróa tilfinninganæm vélmenni

Vísindamenn í Evrópu vinna að því að búa til vélmenni sem geta skynjað tilfinningar.
Vísindamenn í Evrópu vinna að því að búa til vélmenni sem geta skynjað tilfinningar.

Hópur vísindamanna við ýmsa háskóla í nokkrum Evrópulöndum hafa tekið höndum saman og ætla að þróa vélmenni sem getur lært að skynja tilfinningar. Evrópusambandið styrkir verkefnið, sem kallast Feelix Growing, með 2,3 milljóna evra fjárframlagi til næstu þriggja ára. Það svarar til rúmlega 200 milljóna íslenskra króna.

Hópurinn samanstendur af 25 verkfræðingum, sálfræðingum og taugalífeðlisfræðingum en þeir starfa við háskóla í Bretlandi, Frakklandi, á Grikklandi og í Danmörku. Yfirumsjón með verkefninu er í höndum Breta.

Vélmennin verða útbúin sérstökum rafaugum í höfði auk hljóð-, hreyfi- og snertiskynjara til að geta lært inn á hreyfingar manna.

Dr. Lola Canamero við háskólann í Hertfordskíri í Bretlandi segir að tilgangurinn sé að þróa vélmenni sem geti átt í sem raunverulegustum samskiptum við mannfólkið.

Hún segir tilfinningar manna mjög flókið fyrirbæri og líkir kennslunni við það að koma barni í heiminn. Muni verða leitast við að finna einföldustu svipbrigði sem fáir taki eftir í daglegu lífi, svo sem lítilla andlitshreyfinga. Sé horft til þess að vélmennin geti sinnt ýmsum störfum, meðal annars aðstoðað við heimilisstörf, að hennar sögn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×