Erlent

Flaug í gær framhjá Mars

Mynd tekin á föstudag úr 240 þúsund km fjarlægð.
Mynd tekin á föstudag úr 240 þúsund km fjarlægð. MYND/AP

Evrópska geimfarið Rosetta flaug framhjá reikistjörnunni Mars í aðeins 250 kílómetra fjarlægð í gær.

Mikill fögnuður braust út í Evrópsku geimferðastofnuninni í Darmstadt í Þýskalandi þegar ljóst var að allt hefði gengið að óskum.

Rosettu var skotið á loft fyrir tæplega þremur árum og er ferðinni heitið að fimm kílómetra langri halastjörnu, sem geimfarið á að komast á braut um árið 2014. Meiningin er að lítið lendingartæki verði sent frá Rosettu niður á halastjörnuna til að gera mælingar á henni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×