Tónlist

Melaband á meginlandi

Rumon Gamba, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, greip til sinna ráða.
Rumon Gamba, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, greip til sinna ráða.

Sinfóníuhljómsveit Íslands er á ferðalagi um meginland Evrópu og hefur vakið stormandi lukku í tónleikahúsum í Þýskalandi á síðustu dögum. Hljómsveitin mun leika á átta tónleikum á tveimur vikum og hefur þegar haldið tvenna tónleika í Þýskalandi.

Hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba þurfti að grípa til þess ráðs eftir fjögur aukalög á tónleikunum í Köln að taka báða konsertmeistarana með sér útaf sviðinu og í Düsseldorf voru gestir engu minna spenntir og ruku á fætur með bravóköllum og látum líkt og um handboltaleik væri að ræða eftir að sveitin lék „Á Sprengisandi“ sem annað aukalag.

Félagar í Sinfóníunni halda úti dagbók á netinu og má lesa um ferðina á slóðinni sinfonia.blog.is en þar lýsa þau meðal annars yfir ánægju sinni með aðstöðuna á meginlandinu þar sem hljómburðurinn er víst mun betri en í bíóinu á Melunum enda hlakkar hópurinn til þess þegar nýja húsið „við höfnina er í höfn!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×