Viðskipti erlent

Tveggja ára leik loksins lokið

Leik, sem blandar saman netheimi og raunheimi og hefur staðið yfir í tvö ár, lauk í upphafi mánaðar.
Leik, sem blandar saman netheimi og raunheimi og hefur staðið yfir í tvö ár, lauk í upphafi mánaðar.

Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár.

Leikurinn er einn af nokkrum svipuðum leikjum sem eiga rætur að rekja til auglýsingabrellu fyrir kvikmyndina AI, sem Steven Spielberg gerði fyrir nokkrum árum.

Þátttakendur í Perplex City, sem undir lokin voru 50.000 talsins í 92 löndum, áttu að finna kubb, sem rænt var af sýningu í hinni ímynduðu borg Perplex og grafinn á ókunnum stað. Þeir fengu vísbendingar um staðsetninguna jafnt á netinu, í dagblöðum, með smáskilaboðum í farsímum og eftir öðrum leiðum. Þá var hægt að kaupa spil með vísbendingum í sérhæfðum verslunum og á netsíðum tengdum leiknum.

Dæmi eru um að spil með verðmætum upplýsingum um staðsetningu kubbsins hafi farið á tæpar 30.000 krónur á uppboðssíðum á netinu.

Vísbendingarnar munu hafa leitt sigurvegarann að skógarjaðri í Northamptonskíri í Bretlandi þar sem kubburinn lá grafinn í jörð.

Að sögn forsvarsmanna Perplex City mun nýr leikur hefjast síðar á þessu ári.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×