Bíó og sjónvarp

Mýrin með metaðsókn

Erlendur  í Krukkuborg.
Erlendur í Krukkuborg.

Mýrina sáu tæplega 12.500 einstaklingar um helgina í kvikmyndahúsum landsins. Er þetta næst stærsta helgi ársins, en sú stærsta var opnunarhelgi Mýrarinnar um síðustu helgi.

Jafnframt er þetta stærsta "önnur helgi" á íslenskir mynd frá upphafi og "stærsta önnur" helgi frá upphafi (hvort sem um er að ræða erlenda eða Íslenska mynd)

Mýrin er nú orðin 4ja stærsta íslenska kvikmyndin frá upphafi hvort sem litið er á aðsóknina tæp 40.000 manns eða tekjurnar rúm 41 milljón og það eftir aðeins 10 daga.

Aðeins Djöflaeyjan, Hafið hans Baltasar og Englar alheimsins eru stærri en ómögulegt er að segja hvar Mýrin endar í aðsókn þar sem sýningar eru nýhafnar.

Myndin er sýnd um allt land í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri, Selfossbíói og Sambíóunum Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×