Innlent

Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra

Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002.

VG vitnar í pistil á heimasíðu Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra frá því í gær þar sem fjallað er um greinargerð Gríms Björnssonar. Valgerður rekur þar feril greinargerðarinnar og segir að 14. febrúar árið 2002 hafi Grímur sent orkumálastjóra athugasemdir varðandi hönnunaforsendur Kárahnjúkavirkjunar.

Orðrétt segir svo;"...Er skemmst frá því að segja að orkumálastjóri hélt strax fund um málið með nokkrum lykilstarfsmönnum stofnunarinnar. Fjórum dögum síðar, eða þann 18. febrúar, kom orkumálastjóri athugasemdunum á framfæri við Landsvirkjun og skýrði iðnaðarráðuneytinu frá málinu."

Orðaskipti eða samskipti fyrrverandi iðnaðarráðherra og orkumálastjóra vill VG nú fá afhent.

Pistill Valgerðar Sverrisdóttur



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×