Innlent

Mótmæli við Kárahnjúka

Mynd/Snæfríður Ingadóttir

Hópur fólks mótmælti virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka í gær með því að fara inn á vinnusvæði og leggjast þar á vegi. Við það stöðaðist umferð. Þónokkrir lögreglumenn komu á vettvang og stugguðu við fólkinu, en handtóku engan. Í skeyti frá mótmælendum segir að lögreglumenn hafi verið harðhentir og hrint fólki að óþörfu. Aðgerðirnar munu hafa tafið umferð í umþaðbil tvær klukkustundir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.