Innlent

Borgarafundur í Reykjanesbæ

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ.

Oddvitar framboðanna í Reykjanesbæ verða fyrir svörum á borgarafundi NFS í kvöld. Á borgarafundinum verður farið yfir stefnumál framboðanna, litið á aðstæður í Reykjanesbæ og niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar birtar.

Nú þegar hafa verið birtar niðurstöður kannanna í fimm sveitarfélögum og hafa þær iðulega sýnt mikla hreyfingu á fylgi framboða. Borgarafundurinn verður í beinni útsendingu á NFS og Stöð 2 strax eftir kvöldfréttir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×