Sport

Massa þarf að skipta um vél

Felipe Massa verður að taka út 10 sæta refsingu í Malasíu um helgina
Felipe Massa verður að taka út 10 sæta refsingu í Malasíu um helgina NordicPhotos/GettyImages

Ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari þarf að taka út 10 sæta refsingu í keppninni í Malasíu um helgina eftir að ljóst varð að hann þarf að skipta um vél í bíl sínum. Hann náði öðrum besta tímanum í Barein um síðustu helgi, en endaði í níunda sæti í keppninni.

Auk Massa þurfa þeir Jacques Villeneuve hjá BMW Sauber, David Coulthard hjá Red Bull og Giancarlo Fisichella hjá Renault allir að skipta um vélar í bílum sínum og hefur hinn skoðanaglaði Coulthard þegar látið í ljós mikla óánægju sínum með reglurnar sem kveða á um að vélar verði að endast tvær keppnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×