Sport

Nýju reglurnar henta Ferrari

Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Ferrari fyrir næsta tímabil
Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Ferrari fyrir næsta tímabil NordicPhotos/GettyImages

Nýji ökumaður Ferrari, Felipe Massa, segir að nýjar reglur varðandi hjólbarðanotkun muni verða Ferrari til tekna á næsta tímabili, en Ferrari þótti líða fyrir reglur sem settar voru fyrir síðasta tímabil og kröfðust þess að liðin kepptu á sömu hjólbörðunum í heila keppni.

"Allir vita að hjólbarðareglurnar í fyrra komu niður á liði okkar, en ég held að við munum græða á því að þeim hefur verið breytt aftur. Það hafa ekki verið margar reglubreytingar sem hafa hjálpað okkur á síðustu árum, en ég held að þessar geri það," sagði Massa og bætti við að hann ætti von á að sjá Ferrari-liðið enn sterkara á næsta keppnistímabili og æfingaökumaðurinn Marc Gene tók í sama streng.

"Við lærðum mikið af óförunum í fyrra og aðlöguðumst nýjum reglum illa. Nú vitum við betur hvað við þurfum að gera og mér finnst við vera á réttri leið það sem af er, þó vissulega sé mikil vinna framundan," sagði Gene. Michael Schumacher hefur gert sitt til að auka á bjartsýni í herbúðum Ferrari, en hann náði frábærum tímum á fyrstu æfingum ársins í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×