Innlent

Flumbrugangur Geirs vítaverður

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður að ganga fram og biðjast afsökunar á flumbrugangi Geirs H. Haardes utanríkisráðherra segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Jóhann gagnrýnir utanríkisráðherra fyrir að hafa sagt að þeir sem væru ósáttir við ákvörðun stjórnvalda um að afnema kauphækkanir Kjaradóms gætu farið í mál við ríkið. Jóhann segir ákvörðunina brjóta í bága við stjórnarskrá hvað varðar laun forseta Íslands því þau megi ekki samkvæmt stjórnarskrá lækka á kjörtímabili forsetans. Hann spyr á hvaða braut Sjálfstæðismenn séu og hvort þeim finnist upp á það bjóðandi að benda forseta lýðveldisins á að fara í mál við ríkisstjórnina út af ákvæði í stjórnarskránni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×