Viðskipti innlent

Stökkpallurinn sem hrundi

Tíu milljarða fjárfesting sem skilaði Dagsbrún miklu tapi á skömmum tíma.
Tíu milljarða fjárfesting sem skilaði Dagsbrún miklu tapi á skömmum tíma.

Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög.

Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna.

Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn.

Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart."


Tengdar fréttir

Gaf ömmu sinni viagra

Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×