Bíó og sjónvarp

Umbreytingu að ljúka

Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik vinnur að nýju verki fyrir Þjóðleikhúsið.
Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik vinnur að nýju verki fyrir Þjóðleikhúsið.

Annað kvöld verður síðasta sýning á brúðuleikverki Bernds Ogrodnik, Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, í Kúlunni, sviði Þjóðleikhússins við Lindargötu. Verkið var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori og hlaut feikigóðar undirtektir gagnrýnenda og leikhúsgesta.

Bernd stýrir sjálfur brúðunum í verkinu, sem er án orða en þar er um að ræða laustengdar, ljóðrænar en jafnframt hversdagslegar frásagnir af vanalegu og óvenjulegu fólki.

Síðar í vetur er von á annarri brúðusýningu fyrir yngri áhorfendur úr smiðju Bernds Ogrodniks. Um er að ræða nýja sýningu á Pétri og úlfinum, við tónlist Prokofiefs.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðleikhússins, www.leikhusid.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×