Innlent

Greiðir rúmar 170 milljónir

Arngrímur Jóhannsson flugstjóri Átti von á að þurfa að greiða háa skatta en velti því ekki fyrir sér hvort hann yrði skattakóngur.
Arngrímur Jóhannsson flugstjóri Átti von á að þurfa að greiða háa skatta en velti því ekki fyrir sér hvort hann yrði skattakóngur.
Álagning Arngrímur Jóhannsson flugmaður, oft kenndur við flug­félagið Atlanta, er sá einstaklingur sem greiðir hæst opinber gjöld árið 2006. Samtals greiðir hann tæpa 171 milljón króna í tekjuskatt og útsvar.

Arngrímur stofnaði flugfélagið Air Atlanta árið 1986 ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Þóru Guðmundsdóttur, en hann seldi hluta af eign sinni í félaginu í fyrra þegar það varð hluti af Avion Group. Er þar að hluta til komin skýringin á því að Arngrímur greiðir jafnháa skatta í ár og raun ber vitni. Hann segir það þó enga sérstaka tilfinningu að vera skattakóngur.

„Ég gerði bara mitt framtal eins og hver annar maður og velti því ekkert fyrir mér hvort ég yrði hæstur,“ segir hann og kveðst ætla að borga sína skatta eins og til er ætlast. „Endurskoðandinn minn sagði mér frá því fyrir nokkru að þetta yrði niðurstaðan og það eina sem ég vissi ekki var að ég yrði efstur,“ segir Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og stjórnarmaður í Avion Group.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×