Sport

Michelin hættir eftir næsta keppnistímabil

Michelin dekkjaframleiðandinn skaffar liðunum í Formúlu 1 dekk í síðasta skipti á næsta tímabili
Michelin dekkjaframleiðandinn skaffar liðunum í Formúlu 1 dekk í síðasta skipti á næsta tímabili NordicPhotos/GettyImages

Dekkjaframleiðandinn Michelin hefur gefið það út að hann muni hætta að framleiða hjólbarða fyrir Formúlu 1 eftir tímabilið 2006, en ákvörðun þessi kemur í kjölfar þess að alþjóða aksturssambandið, FIA, ákvað á dögunum að öll dekk í keppnum frá og með árinu 2008 skuli vera frá sama framleiðandanum.

Sambandið á milli Max Mosley, forseta FIA og forráðamanna Michelin hefur ekki verið upp á sitt besta síðan á uppákomunni í bandaríska kappakstrinum á liðnu tímabili, þegar flestir bílanna neituðu að fara af stað af öryggisástæðum því þeim þóttu dekkin vera hættuleg á brautinni.

Forráðamenn Michelin sögðust þó alls ekki afskrifa endurkomu inn í formúlu eitt ef pólitíkinni þar yrði breytt til hins betra á næstunni, en þeir hafa ekki átt gott samstarf við forráðamenn Formúlu 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×