Viðskipti innlent

Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Promens hf.

MYND/Hari

Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, hefur verið ráðin forstjóri Promens hf. frá 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999, sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu 2005. Geir A. Gunnlaugsson, sem hefur verið forstjóri Promens frá stofnun þess, verður starfandi stjórnarformaður félagsins og mun hann einbeita sér að enn frekari ytri vexti fyrirtækisins og stefnumörkun þess. Promens, sem er að fullu í eigu Atorku Group hf., er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á hverfisteyptum vörum úr plasti og er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Félagið veltir um tíu milljörðum króna, það starfrækir 20 verksmiðjur í tólf löndum og eru starfsmenn félagsins um 1.300. Helstu vörumerki félagsins eru Bonar Plastics og Sæplast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×