Innlent

Ólafur Guðmundsson læknir fékk viðurkenningu Barnaheilla

MYND/Róbert

Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Í þetta sinn var hún veitt Ólafi Guðmundssyni, yfirlækni á Barna- og unglingeðdeild, fyrir að hafa um margra ára skeið verið ötull talsmaður barna og unglinga sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Ólafur er einnig formaður stjórnar Barnarannsókna og hefur staðið fyrir fjölmörgum rannsóknarverkefnum í barna- og unglingageðlæknisfræði. Áður hafa Barnahús, Hringurinn og Velferðarsjóður barna hlotið viðurkenninguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×