Innlent

Ástarvika í Bolungarvík

Árleg ástarvika Bolvíkinga hefst á sunnudag. Þar verður hjartalaga blöðrum sleppt í hundraðatali og boðið upp á kaffi ásamt hjartakökum og ástarpungum. Markmið ástarvikunnar er að fjölga Bolvíkingum og eftir níu mánuði, eða í maí á næsta ári verður uppskeruhátíð. Í fyrra þótti ástarvikan takast mjög vel, en á sunnudag verður ástarvikubarnið, sem getið var á ástarvikunni í fyrra, heimsótt og því færðar gjafir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×