Innlent

Göng undir Almannaskarð opnuð

Vaskir verktakar við gerð jarðganga undir Almannaskarð, rétt austan við Höfn í Hornafirði, eru nú að ljúka frágangi við göngin sem formlega verða tekin í notkun í dag. Með vegskálum beggja vegna ganganna eru þau rúmlega 1100 metra löng og nýir vegkaflar beggja vegna eru samtals um fimm kílómetrar. Verkið er langt á undan áætlun en aðalverktakar við verkið voru Héraðsverk ehf. og norska fyrirtækið Leonhard Nilsen og synir. Kostnaður við göngin er rösklega milljarður króna, sem er heldur minna en áætlað var í upphafi. Þótt göngin stytti hringveginn ekki umtalsvert eru þau umtalsverð vegabót þar sem vegurinn um Almannaskarð var hættulegur og oft torfarinn í vetrarfæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×