Lífið

Eurovision 2005 - Dagur 6 framhald

Pjetur Sigurðsson skrifar
Gott kvöld.

Var að koma úr "geðveiku" partýi hjá borgarstjóranum í Kiev sem  hann hélt fyrir alla sem að keppninni koma og var það við forsetahöllina og ekki spillti fyrir að það var utandyra í frábæru veðri og í geðveikum garði í rússneskum stíl.

Selma var í sínu fínasta og fór á kostum ásamt sínum eiginmanni og foreldrum, auk allra annarra í íslenska hópnum.

Mér finnst ég hafa orðið var við mikla bjartsýni að heiman, meðal annars í blogginu á ruv.is þar sem fólk er að gefa sér það að við verðum á meðal tíu efstu á fimmtudag og það nánast formsatriði að við verðum með á lokakvöldinu á laugardag.

Svona er þetta hins vegar ekki, þrátt fyrir að við séum með mjög gott lag og frábæra keppendur og ef við komumst ekki áfram verður það ekki Selmu og félögum að kenna.

Það er hins vegar þannig hér að í undankeppninni er fjöldi þjóða sem mun klárlega ekki gefa okkur stig, vegna ólíkra menningarheima og nálægðar þeirra við þeirra menningarheima. Það er því ekkert öruggt og skandinavískir sjónvarpsþættir skipta þar nákvæmlega engu máli.

Við verðum að horfa á þetta alltaf í réttu samhengi og gera okkur grein fyrir að það eru aðeins einir Norðmenn og einir Írar. Skilaboðin frá mér til þjóðarinnar er að slaka á, því eitt er ljóst að Selma og félagar gera örugglega sitt allra besta og rúmlega það. Fyrirgefiði en þetta er jú bara mín skoðun,

Kveðja frá KÆnugarði

ps. Norræna partíið á morgun. "The vikings and the victim" eins og Jónatan Garðarsson segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×