Innlent

Þorgerður lætur Markús um málið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði áður en Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu að hún ætlaði ekki að skipta sér ekki að starfsmannaráðningum Ríkisútvarpsins. Hún sagði það alveg á hreinu. "Ráðherra á ekki að vera að skipta sér að starfsmannamálum í hverri einustu stofnun fyrir sig. Þá fyrst yrði allt vitlaust. Ég segi: Þetta er erfitt mál en þeir verða að klára þetta," sagði Þorgerður stödd á Keflavíkurflugvelli á leið heim af fundi menningarmálaráðherra Norðurlanda og Eystrarsaltsríkjanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×