Sport

Klögumálin ganga á víxl

Klögumálin ganga á víxl á milli herbúða Chelsea og Barcelona eftir leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Aðstoðarþjálfari Barcelona, Henk Ten Cate, sem er sakaður um að sparka í afturendann á Jose Mourinho í leikmannagöngunum eftir leikinn, segir þetta lygi.  Cate segir Mourinho fyrst hafa logið til um byrjunarlið Chelsea fyrir leikinn en svo hefði Damien Duff mætt, þrátt fyrir að vera meiddur. Síðan ljúgi Morinho til um þetta tilvik og að Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hafi verið inni í búningsklefa dómaranna í hálfleik. Aðstoðarþjálfarinn segir að Rijkaard hafi einfaldlega heilsað upp á Anders Frisk dómara í hálfleik fyrir utan búningsherbergið, þar sem honum gafst ekki færi á því fyrir leik. Því sé kvörtun Chelsea aumkunarverð. Talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu sagði í morgun segir að Rijkaard hefði ekki farið inn í búningsklefa dómarans í hálfleik. Það eina sem hefði verið að var framkoma Mourinho og hans manna eftir leikinn þegar þeir létu ekki sjá sig á blaðamannafundinum. Chelsea sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem staðfest er að enginn hafi sparkað í afturendann á Mourinho.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×