Sport

Ferguson ver Carroll

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United neitar að kenna markverði sínum Roy Carroll um tapið gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gærkvöldi.  Milanóliðið stal sigrinum á Old Trafford með marki Argentínumannsins Hernan Crespo, sem skoraði auðveldlega eftir að Carroll mistókst að halda föstu skoti Clarence Seedorf. "Ég vil ekki kenna Roy um markið.  Það var vörnin sem gerði mistök að verjast ekki hlaupi miðjumannsins og því fór sem fór", sagði Ferguson. Stjórinn vill meina að lið United eigi enn möguleika á að komast áfram í keppninni, en þeirra bíður það erfiða verkefni að fara til Ítalíu og ná að sigra.  Ferguson bendir á að liðinu hafi tekist að vinna Juventus á útivelli fyrir nokkrum árum á útivelli, þrátt fyrir að lenda undir 2-0. "Við erum ennþá með í þessari keppni og við eigum alveg eins möguleika á að vinna hana eins og hin stórliðin sem eru eftir í henni", sagði Skotinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×