Innlent

Breytt skipulag vegna stækkunar

Unnið hefur verið markvisst að undirbúningi þess að stækka BUGL og er gert ráð fyrir þremur byggingaráföngum. Þess er vænst að hægt verði að bjóða út fyrsta áfangann, göngudeildarhúsnæðið, seint á þessu ári og að hinir fylgi strax í kjölfarið. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu býr deildin við afar þröngan og ófullnægjandi kost. Þjóðarátak stendur yfir um stækkun barna- og unglingageðdeildarinnar og hefur talsvert fé safnast í sjóð. Nefna má til dæmis stórgjöf Hringsins, söfnun Kiwanismanna og fé sem Lionsklúbburinn Fjörgyn safnaði með tvennum styrktartónleikum. Margir fleiri hafa lagt fram stórt og smátt til BUGL að undanförnu. Tryggðar hafa verið um 190 milljónir króna til byggingarinnar. Enn vantar samt mikið fé til þess að ljúka verkinu öllu sem áætlað er að kosti röskan hálfan milljarð króna með bílastæðum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×