Innlent

Skarst í andliti og missti tennur

Ferðaskrifstofa Íslands hefur verið sýknuð af sex milljóna króna skaðabótakröfu tæplegrar tvítugrar konu sem slasaðist í sumarfríi í Portúgal fyrir sex árum. Hún var þréttan ára þegar slysið varð. Tildrög slyssins voru þau að hún stakk sér til sunds við hótelið Alagoamar og á leið sinni úr kafi rakst hún á stigann upp úr lauginni. Hún skarst illa í andliti einkum í kringum nef og út á kinn og missti þrjár tennur. Konan hefur þurft að fara í lýtaaðgerðir vegna þessa meðal annars þar sem vinstri nasavængur var lagfærður og reynt að bæta loftflæði un vinstri nös. Konan telur að orsakir slyssins hafi mátt rekja til vanbúnaðar. Óforsvaranlegt hafi verið að selja ferðir með gistingu á hóteli þar sem börnum sé hætt við að fara í sundlaugina. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að aðbúnaði hafi verið ábótavant og sýknaði því ferðaskrifstofuna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×