Sport

Phoenix á sigurbraut á ný

Þrátt fyrir þjálfaraskiptin um helgina töpuðu New York Knicks fyrir Milwaukee Bucks 101-96 í NBA-deildinni en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Herb Williams. Eftir sex tapleiki í röð komst Phoenix á sigurbraut á ný með því að sigra New Jersey Nets 113-105. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix og Steve Nash 30. San Antonio Spurs burstuðu Sacramento 103-73, Toronto vann Charlotte Bobcats 103-92 og Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Dallas, þar á meðal sigurkörfuna í blálokin, þegar Dallas sigraði Denver 95-93. Miami sigraði New Orleans 97-68 þar sem Shaquille O´Neal skoraði aðeins 12 stig og Seattle skellti Utah Jazz 122-105.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×