Sport

Jazz og Pistons skipta á mönnum

Utah Jazz og Detroit Pistons skiptust á leikmönnum í síðustu viku þegar miðherjinn Elden Campbell fór til Jazz í staðinn fyrir bakvörðinn Carlos Arroyo. Jazz fær að auki háskólavalrétt í fyrstu umferð árið 2006. "Við erum mjög ánægðir að fá Arroyo í okkar raðir," sagði Joe Dumars, framkvæmdastjóri Pistons. Arroyo, sem var meðlimur í landsliði Púertó Ríkó á Ólympíuleikunum í Aþenu, hefur skorað 8,2 stig og gefið 5,1 stoðsendingu í vetur með Jazz.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×