Sport

Keflvíkingar úr leik

Körfuknattleikslið Keflavíkur er úr leik í Evrópukeppninni eftir tap gegn svissneska liðinu Olympic Fribourg, 85-93, í Keflavík á fimmtudagskvöld. Leikurinn var síðari viðureign félaganna en Suðurnesjamenn töpuðu fyrri leiknum ytra, einnig með 8 stiga mun. Tapið var nokkur vonbrigði en engin ástæða er fyrir Keflvíkinga að hengja haus því þeir stóðu sig frábærlega í keppninni og verður liðið ekki árennilegt þegar kemur að úrslitakeppninni hér heima í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×