Sport

Fyrsti sigur KFÍ

KFÍ vann sinn fyrsta sigur í Intersportdeildinni í körfuknattleik er þeir tóku á móti Tindastól á Ísafirði í kvöld, en lokatölur urðu 84-82. Í Stykkishólmi sigruðu heimamenn Hamar/selfoss með eins stigs mun 83-82. KR-ingar rúlluðu yfir Njarðvíkinga 99-80, ÍR vann Fjölni 95-78 og Haukar sigruðu Grindavík 61-44. Eftir leiki kvöldsins er Snæfell komið upp að hlið Keflvíkinga á toppi deildarinnar með 20 stig, en Keflvíkingar eiga leik til góða. Fjölnir og Njarðvík hafa átján og Skallagrímur, sem eiga leik inni gegn Keflavík, hafa 16 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×