Jól

Jólastuð í Borgarleikhúsinu

Gleðin er haldin í Borgarleikhúsinu en þetta er í 22. sinn sem nemendur Kramhússins koma saman fyrir jól og sýna listir sínar. Ýmislegt verður á boðstólum eins og argentínskur tangó, þjóðdansar frá Balkanskaga, funk jazz, hip hop og flamenco. Sérstakur gestur á hátíðinni er alþjóðlegur magadansmeistari, Anna Barner. Einnig mun Birna Þórðardóttir sýna sólódans og dansflokkurinn Lipurtré mun kitla hláturtaugarnar. Kynnir kvöldsins er Kolbrún Halldórsdóttir. Húsið verður opnað kl. 20.00 og skemmtunin hefst 20.30. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en forsala aðgöngumiða fer fram í Kramhúsinu, Skólavörðustíg 12, og Borgarleikhúsinu, Kringlunni. Frekari upplýsingar á kramhusid.is og í síma 551 5103.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×