Sport

Ég skil ekkert í þessum dómi

Framarinn Ingólfur Axelsson var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd HSÍ vegna láta sem áttu sér stað í leik Þórs og Fram á Akureyri um síðustu helgi. Ingólfur lenti í handalögmálum við leikmenn 3. flokks Þórs sem ögruðu Ingólfi á leið sinni til búningsklefa og í kjölfarið varð allt vitlaust í húsinu þar sem áhorfendur tóku þátt í látunum. Þórsarar fengu sekt upp á 25 þúsund krónur og þeir horfa væntanlega fram á heimaleikjabann fari svo að umgjörð leikja hjá þeim bregðist aftur í vetur Framarinn Arnar Þór Sæþórsson og Þórsarinn Bjarni Gunnar Bjarnason fengu rautt spjald í leiknum eins og Ingólfur en sleppa við bann þrátt fyrir að þeir hafi fengið þrjú refsistig. Ingólfur var vægast sagt ósáttur við dóminn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. "Þetta er ekki hægt. Ég skil ekkert í þessum dómi. Ég fæ sama dóm og leikmaður Þórs fékk fyrr í vetur fyrir að hlaupa af bekknum og kýla annan mann. Það eru engar forsendur fyrir þessu langa banni og þeir geta ekki rökstutt það. Þetta er mjög óréttlátur dómur," sagði Ingólfur sem er fyrir vikið kominn í jólafrí og getur ekki leikið aftur með Fram fyrr en í febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×